Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. október 2025 16:29 Andri Þór hjá Öldu Music segir Spotify hafa markvisst eytt út gervigreindarlögum en íslenskir útgefendur bíði eftir svörum um hvernig tónlistarveitan ætli að bregðast við í þessu nýjasta máli. Svikahrappar hlaða nú upp gervigreindarlögum í nafni vinsælla íslenskra hljómsveita í von um að geta grætt á þeim. Markaðsstjóri Öldu Music segir aðgangarugling ekki nýjan af nálinni á Spotify en nú sé greinilega um markviss svik að ræða. Spotify hafi nýverið fjarlægt tugi milljóna gervigreindarlaga af veitunni. Tónlistarmaðurinn Guðmundur Rafnkell Gíslason birti Facebook-færslu í gær þar sem hann vakti athygli á óvenjulegu fyrirbæri á Spotify. „Stórtíðindi í íslenskri tónlist! Eftirarandi listamenn (og e.t.v. fleiri) hafa gefið út ný lög á Spotify: Sálin hans Jóns míns, GCD, Mannakorn og meira að segja Ragnar Bjarnason og Vilhjálmur Vilhjálmsson líka. Þetta væri stórfrétt ef rétt væri og í sjálfu sér stórfrétt að einhver geti gefið út instrumental froðu í nafni þessara listamanna. Vita einhverjir hvað er hér í gangi?“ spurði hann svo. Vinir Guðmundar furðuðu sig margir á fyrirbærinu en stóðu flestir á gati. Bassaleikarinn Sigurður Geirdal, betur þekktur sem Silli Geirdal, í Dimmu sagði hins vegar að um „account hijacking“ eða reikningsrán væri að ræða. Sigurður Geirdal, annar frá vinstri, ásamt félögum sínum í Dimmu. Gervigreindartónlist væri þá hlaðið upp á aðganga hjá vinsælum tónlistarmönnum í þeirri von um að lögin fengju töluverða spilun sem myndi skila eigandanum hagnaði. „Þetta er algjörlega óþolandi og sturlað að Spotify geri ekkert í þessu. Þetta er búið að aukast mikið á þessu ári og verður líklega enn verra mjög fljótlega,“ skrifaði Sigurður. Lögin virðast eiga það sameiginlegt að bera hefðbundna íslenska titla á borð við „Reykjadalur“, „haust“ og „vetrarvertíð“ og eru umslög laganna ljósmyndir af náttúru eða mannvirkjum. Í tilfelli Sálarinnar ber gervigreindarlagið sama titil og þeirra frægasta lag: „Hjá þér“. Greinilega markviss svik en ekki ruglingur Fréttastofa hafði samband við tónlistarútgáfuna Öldu Music sem á réttinn að stórum hluta íslenskrar tónlistar á Spotify. Þar á bæ könnuðust menn við málið en höfðu ekki fengið skýr svör frá tónlistarveitunni um ástæðurnar að baki svikunum. „Ég er að bíða eftir svari frá Spotify um þetta mál til að fá betri útskýringu á þessu,“ sagði Andri Þór Jónsson, markaðsstjóri Öldu Music, í viðtali við fréttastofu. Lög sem lendi undir röngum aðgöngum séu ekki ný af nálinni. Hins vegar sé það í fyrsta skiptið sem ruglingurinn virðist markviss þar sem lögum er greinilega komið fyrir inni á stórum íslenskum aðgöngum til að græða á þeim. „Þetta hefur svo sem verið vandamál með Spotify frá upphafi að fólk er að nota sömu nöfnin. Þá geta lög slysast inn á hina og þessa prófíla,“ sagði Andri. Einn tónlistarmaður sem hefur lent ítrekað í því að fá lög annarra inn á sinn aðgang gegnum árin er tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK. „Alls konar lög frá hinum og þessum hafa ratað inn á hans prófíl af því það eru þúsund aðrir KK í heiminum. En augljóslega ekki margir Sálin hans Jóns míns-aðgangar,“ segir Andri. Þegar einhver annar notar sama listanafn þá þarf útgefandinn að senda póst á Spotify og biðja um að lagið sé aðskilið frá höfundarverki þess sem samdi það ekki. Við það verður til ný höfundarsíða sem hinn KK á þá. Vandamál sem er ekki bundið við Ísland „En þetta er í fyrsta skiptið sem lögin rata markvisst inn á nokkra vinsæla listamenn,“ segir Andri. Markmiðið með slíkum gjörningi sé þá að eigandi gervigreindarlagsins hagnist á nafni tónlistarmannsins með því að fá aðdáendur hans til að smella á falska lagið. „Það er væntanlega markmiðið með þessu og þetta er ekki vandamál sem er bundið við Ísland, maður hefur heyrt af þessu síðustu ár,“ segir hann. Lögin beri öll þess merki að vera smíðuð af gervigreind að sögn Andra. Sé það raunin stofnar Spotify þá ekki nýjan höfundaraðgang heldur eyðir tónlistinni alveg af veitunni og verða tekjurnar af þeirri tónlist ógildar. „Þetta er tiltölulega nýtt vandamál þannig séð en hefur orðið mjög alvarlegt í ár. Hins vegar minnir mig að Spotify hafi nýlega fjarlægt yfir 50 milljón lög af Spotify sem voru augljóslega gervigreindarlög,“ segir Andri. „Þetta er allt í vinnslu hjá þeim hvernig þeir ætla að tækla þetta. En eitthvað verður gert til að hafa stjórn á þessu,“ segir hann meðan hann bíður enn svara frá sænsku tónlistarveitunni. Spotify Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Guðmundur Rafnkell Gíslason birti Facebook-færslu í gær þar sem hann vakti athygli á óvenjulegu fyrirbæri á Spotify. „Stórtíðindi í íslenskri tónlist! Eftirarandi listamenn (og e.t.v. fleiri) hafa gefið út ný lög á Spotify: Sálin hans Jóns míns, GCD, Mannakorn og meira að segja Ragnar Bjarnason og Vilhjálmur Vilhjálmsson líka. Þetta væri stórfrétt ef rétt væri og í sjálfu sér stórfrétt að einhver geti gefið út instrumental froðu í nafni þessara listamanna. Vita einhverjir hvað er hér í gangi?“ spurði hann svo. Vinir Guðmundar furðuðu sig margir á fyrirbærinu en stóðu flestir á gati. Bassaleikarinn Sigurður Geirdal, betur þekktur sem Silli Geirdal, í Dimmu sagði hins vegar að um „account hijacking“ eða reikningsrán væri að ræða. Sigurður Geirdal, annar frá vinstri, ásamt félögum sínum í Dimmu. Gervigreindartónlist væri þá hlaðið upp á aðganga hjá vinsælum tónlistarmönnum í þeirri von um að lögin fengju töluverða spilun sem myndi skila eigandanum hagnaði. „Þetta er algjörlega óþolandi og sturlað að Spotify geri ekkert í þessu. Þetta er búið að aukast mikið á þessu ári og verður líklega enn verra mjög fljótlega,“ skrifaði Sigurður. Lögin virðast eiga það sameiginlegt að bera hefðbundna íslenska titla á borð við „Reykjadalur“, „haust“ og „vetrarvertíð“ og eru umslög laganna ljósmyndir af náttúru eða mannvirkjum. Í tilfelli Sálarinnar ber gervigreindarlagið sama titil og þeirra frægasta lag: „Hjá þér“. Greinilega markviss svik en ekki ruglingur Fréttastofa hafði samband við tónlistarútgáfuna Öldu Music sem á réttinn að stórum hluta íslenskrar tónlistar á Spotify. Þar á bæ könnuðust menn við málið en höfðu ekki fengið skýr svör frá tónlistarveitunni um ástæðurnar að baki svikunum. „Ég er að bíða eftir svari frá Spotify um þetta mál til að fá betri útskýringu á þessu,“ sagði Andri Þór Jónsson, markaðsstjóri Öldu Music, í viðtali við fréttastofu. Lög sem lendi undir röngum aðgöngum séu ekki ný af nálinni. Hins vegar sé það í fyrsta skiptið sem ruglingurinn virðist markviss þar sem lögum er greinilega komið fyrir inni á stórum íslenskum aðgöngum til að græða á þeim. „Þetta hefur svo sem verið vandamál með Spotify frá upphafi að fólk er að nota sömu nöfnin. Þá geta lög slysast inn á hina og þessa prófíla,“ sagði Andri. Einn tónlistarmaður sem hefur lent ítrekað í því að fá lög annarra inn á sinn aðgang gegnum árin er tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK. „Alls konar lög frá hinum og þessum hafa ratað inn á hans prófíl af því það eru þúsund aðrir KK í heiminum. En augljóslega ekki margir Sálin hans Jóns míns-aðgangar,“ segir Andri. Þegar einhver annar notar sama listanafn þá þarf útgefandinn að senda póst á Spotify og biðja um að lagið sé aðskilið frá höfundarverki þess sem samdi það ekki. Við það verður til ný höfundarsíða sem hinn KK á þá. Vandamál sem er ekki bundið við Ísland „En þetta er í fyrsta skiptið sem lögin rata markvisst inn á nokkra vinsæla listamenn,“ segir Andri. Markmiðið með slíkum gjörningi sé þá að eigandi gervigreindarlagsins hagnist á nafni tónlistarmannsins með því að fá aðdáendur hans til að smella á falska lagið. „Það er væntanlega markmiðið með þessu og þetta er ekki vandamál sem er bundið við Ísland, maður hefur heyrt af þessu síðustu ár,“ segir hann. Lögin beri öll þess merki að vera smíðuð af gervigreind að sögn Andra. Sé það raunin stofnar Spotify þá ekki nýjan höfundaraðgang heldur eyðir tónlistinni alveg af veitunni og verða tekjurnar af þeirri tónlist ógildar. „Þetta er tiltölulega nýtt vandamál þannig séð en hefur orðið mjög alvarlegt í ár. Hins vegar minnir mig að Spotify hafi nýlega fjarlægt yfir 50 milljón lög af Spotify sem voru augljóslega gervigreindarlög,“ segir Andri. „Þetta er allt í vinnslu hjá þeim hvernig þeir ætla að tækla þetta. En eitthvað verður gert til að hafa stjórn á þessu,“ segir hann meðan hann bíður enn svara frá sænsku tónlistarveitunni.
Spotify Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira