Lífið

Lið eftir kynþáttum

survivor Liðum verður skipt upp í fjóra kynþætti í nýjustu þáttaröð Survivor.
survivor Liðum verður skipt upp í fjóra kynþætti í nýjustu þáttaröð Survivor. MYND/AP

Liðum verður skipt eftir kynþáttum í nýjustu þáttaröð Survivor sem hefur göngu sína í Bandaríkjunum þann 14. september.

Um fjögur lið verður að ræða og verður þeim skipt í þeldökka, hvíta, spænskættaða og fólk af asískum uppruna. Að sögn þáttastjórnandans Jeff Probst kom hugmyndin upp eftir að þátturinn hafði verið gagnrýndur fyrir að vera of einsleitur varðandi kynþætti.

Probst bætti því við að nýja fyrir­komulagið smellpassaði við hugmyndina á bak við Survivor, sem félagsleg tilraun. Sagði hann að jafnframt að viðbrögð þátttakendanna við fyrirkomulaginu hefðu verið blendin.

Í þetta skiptið fer Survivor fram á Cook-eyjum í Suður-Kyrrahafinu. Á meðal þátttakenda eru lög­reglumaður, gítarleikari í þungarokksveit, lögfræðingur og framkvæmdastjóri naglasnyrtinga­­stofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.