Lífið

Fangar á kvikmyndahátíð

George Bush Hefur ekki viljað hlusta á tillögur þess efnis að loka fangabúðunum á Kúbu því þar séu geymdir menn sem enn gætu ráðist á bandaríska jörð.
George Bush Hefur ekki viljað hlusta á tillögur þess efnis að loka fangabúðunum á Kúbu því þar séu geymdir menn sem enn gætu ráðist á bandaríska jörð. MYND/Getty images

Fátt hefur vakið jafn mikla reiði í stríði "hinna vestrænnu þjóða" gegn hryðjuverkum og Guantanamo-fangabúðirnar á Kúbu. Þar sitja nú í kringum 460 fangar sem taldir eru tengjast al-Kaída-hryðjuverkasamtökunum og á kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem hefst í lok þessa mánaðar, verður kvikmyndin The Road to Guantanamo sýnd en þrír fyrrum fangar úr Guantanamo koma til landsins af því tilefni og sitja fyrir svörum.

Myndin segir sanna sögu þriggja breskra ríkisborgara ¿ Shafiq Rasul, Asif Iqbal og Ruhal Ahmed - sem voru í haldi í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í tvö ár án dóms og laga. Að sögn Hrannar Marínósdóttur, framkvæmdastjóra kvikmyndahátíðarinnar, komust þau í samband við fangana í gegnum leikstjóra myndarinnar, Michael Winterbottom, sem gerði það kleift að fangarnir þrír eru á leiðinni hingað til lands. Auk spurt&svarað sýninga mun Íslandsdeild Amnesty International halda ráðstefnu um fangabúðirnar þegar nær dregur. "Við viljum enda að hlutverk hátíðarinnar verði ekki síst að varpa öðruvísi ljósi á fréttir líðandi stundar," bætir Hrönn við.

Umdeildar frá upphafi
Fangabúðirnar Mikil andstaða er við þessum fangabúðum á Kúbu en talið er að rúmlega 400 fangar séu geymdir þar á bak við lás og slá.
Fangabúðirnar í Guantanamo eiga rætur sínar að rekja til stríðsins í Afganistan þegar Bandaríkjamenn réðust gegn talíbanastjórninni þar í landi en grunur hafði fallið á stjórnina um að hún héldi hlífiskildi yfir al-Kaída samtökunum sem sögð eru hafa skipulagt árasirnar á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Bandaríkjastjórn hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir búðirnar sem eru sagðar ómannlegar og brjóta í bága við á mannréttindalög. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja hins vegar að þau séu fullum rétti til að halda föngunum þarna án þess að þeim hafi verið birt nokkur ákæra. Þeir séu ekki stríðsfangar heldur hernaðarlega mikilvægir fyrir stríðið gegn hryðjuverkum. Þeir njóti því engra réttinda. "Sakborningar" hafa kvartað yfir því að þeir fái enga lögfræðilega aðstoð en frá því hefur verið greint að fjöldi fanga hafi reynt sjálfsvíg í búðunum. Þremur þeirra tókst ætlunarverk sitt fyrr á þessu ári. Sér ekki fyrir lokun búðanna
@Mynd -FoMed 6,5p CP :The Road to Guantanamo Heimildarmynd um þrjá breska ríkisborgara sem sátu í fangabúðunum í tvö ár án dóms og laga.
Í nóvember 2002 er talið að yfir 750 fangar hafi verið geymdir á bak við lás og slá í Guantanamo en síðan þá hefur hundruðum verið sleppt. Engu að síður er talið að 450 fangar séu enn vistaðir í búðunum. Grunur um að pyntingar væru viðhafðar í Guantanamo fór strax að kvikna hjá alþjóðasamfélaginu og talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja augljóst að slíkum yfirheyrsluaðferðum sé beitt. Árið 2005 gáfu Amnesty-samtökin út yfirlýsingu þar sem Guantanamo er lýst sem "gúlagi okkar tíma" og þess krafist að þeim verði lokað sem fyrst. Á síðasta ári birti bandaríska tímaritið Newsweek frétt þess efnis að Kóraninn hefði verið svívirtur og olli það mikilli reiðiöldu um gjörvallan arabaheiminn. New York Times greindi síðan frá minnisblaði FBI starfsmanns þar sem fram kom að fangarnir væru kyrktir, barðir og sígarettum stungið í eyrun á þeim. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur hins vegar vísað öllum ásökunum á bug og ef marka má yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar stefnir ekkert í að þessum búðum verði lokað á næstunni. - fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.