Fasteingaverð hér á landi hefur rúmlega þrefaldast á rúmumn áratug. Á höfuðborgarsvæðinu hækkaði það um fjórðung, -bara í fyrra, - og hefur hækkað um tvo þriðju frá því að samkeppni hófst á íbúðalánamarkaði í hitteðfyrra.
En viðlíka hækkanir á fasteignaverði og í Reykjavík eru ekkert einsdæmi, -eins og fram kemur í nýrri skýrslu Greingngardeildar KB-banka. Bankinn ber þar saman þróun fasteinganverðs í 44 evrópskum borgum. Dýrast er húsnæðið í í Barcelona á Spáni, -svo í París, -í þriðja sæti er Madríd, -þá Dyflinni, -og fasteingaveðrið í okkar gamla höfuðstað, -Kaupmannahöfn, -er hið fimmta hæsta meðal evrópskra borga samkvæmt þessum samanburði. Reykjavík er í 13 sæti, en í áttunda sæti ef bara eru skoðaðar höfuðborgir.
Það sem helst skýrir það að fasteignaverð er hærra í einni borg en annarri, -segja þeir hjá KB, -eru mismunandi tekjur þeirra sem þar búa, -möguleikar þeirra til að fá lán, -og síðan auðvitað vextir. .
Síðustu daga höfum við fengið fréttir af minni fasteingaviðskiptum hér síðustu vikur, -bæði frá Fasteignamati Ríkisins og Íbúðalánasjóði. -Hér á NFS höfum við einnig sagt frá því að byggingaverktakar halda nú að sér höndum, -oft samkvæmt boði lánadrottna, -og ekki hafa verið jafn margar íbúðir til sölu í langan tíma. Verðbólgan er á leið upp, -gengið er fallið, -og vextirnir stíga. Aðspurður segir Snorri Jabsson hagfræðingur hjá Greiningardeild KB-banka, að fátt bendi til þess að fasteingaverðið hér lækki verulega á næstu misserum, þótt jafnvíst sé að það muni ekki halda í við verðbólgu og því lækka að raunvirði.