Lífið

Sigur Rós leikur í Ásbyrgi

Sigur Rós Jónsi og félagar leika á fjölda tónleika hérlendis í lok júli og ágúst.
 Fréttablaðið/AFP
Sigur Rós Jónsi og félagar leika á fjölda tónleika hérlendis í lok júli og ágúst. Fréttablaðið/AFP

Tónleikadagskrá Sigur Rósar á Íslandi er nú óðum að taka á sig mynd. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun júnímánaðar leikur sveitin á stórtónleikum á Miklatúni 30. júlí næstkomandi. Þeir tónleikar verða opnir öllum og ókeypis er inn. Aðrir stórir útitónleikar verða svo haldnir í Ásbyrgi 6. ágúst, um verslunarmannahelgina, og verður ókeypis inn á þá.

Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu hyggjast liðsmenn Sigur Rósar leika á átta eða níu tónleikum alls hérlendis í ágúst. Ekki hafa enn verið gefnar upp staðsetningar eða tímasetningar á hinum tónleikunum. Á fréttasíðu Sigur Rósar kemur þó fram að vísbendingar um það verði að finna á stórtónleikunum á Miklatúni. Allir tónleikarnir verða teknir upp fyrir útgáfu á DVD-diski með Sigur Rós.

Liðsmenn Sigur Rósar ljúka yfirferð sinni um tónlistarhátíðir í Evrópu með tónleikum í Portúgal annað kvöld. Þeir snúa því aftur til Íslands í byrjun vikunnar og þá ættu frekari tíðindi af tónleikunum að berast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.