Innlent

Vill stuðning við baráttu gegn tollum

Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra Íslands í Bretlandi, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra Íslands í Bretlandi, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins. MYND/Sjávarútvegsráðuneytið

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hvatti breska hagsmunaaðila í sjávarútvegi í gær til að styðja Íslendinga í baráttunnin fyrir það að Evrópusambandið aflétti þeim tollum sem eru nú lagðir á íslenskar sjávarafurðir við innflutning til landa Evrópusambandsins.

Sjávarútvegsráðherra var í heimsókn á Humberside svæðinu í Bretlandi, heimsótti sjávarútvegsfyrirtæki þar og ræddi við borgarstjórann í Hull og bæjarstjórann í Grimsby. Auk þess ávarpaði hann hagsmunaaðila á fjölmennum fundi.

Heimsókn Sturlu lýkur á morgun en þá fundar hann með breska sjávarútvegsráðherranum og skuggamálaráðherra Íhaldsflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×