Innlent

Dæmdur í 140.000 króna sekt

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann til að greiða 140 þúsund krónur í sekt og svipt hann ökuréttindum í sex mánuði fyrir að aka bíl sínum undir áhrifum lyfja og örvandi efna.

Maðurinn ók bíl sínum út fyrir veg rétt við gatnamót Þrengslavegar og Suðurlandsvegar. Lögregla fann 2,34 grömm af amfetamíni og 0,13 grömm af maríjúana í bílnum. Rannsókn leiddi í ljós, að maðurinn var bæði undir áhrifum slævandi efna og amfetamíns.

Í dómnum kemur fram að maðurinn hefur langan sakaferil að baki og fékk m.a. 14 mánaða fangelsisdóm á síðasta ári fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×