París er borg upp á tíu 15. júní 2005 00:01 Handknattleiksmaðurinn Ragnar Óskarsson er á leið til Frakklands á ný eftir skamma viðveru í Danmörku. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Parísarliðið US Ivry. Handbolti Ragnar lék undir stjórn Arons Kristjánssonar í danska liðinu Skjern í vetur, en í samráði við forráðamenn liðsins ákvað hann að fara til Frakklands á ný eftir að nokkur tilboð bárust í hann þaðan. „Þetta byrjaði allt þannig að við fengum tilboð í Ragnar frá gamla félaginu hans Dunkerque í Frakklandi. Við settumst niður og ræddum málin og úr varð að við samþykktum að hann fengi að fara frá okkur. Svo kom upp úr kafinu að hann fékk fleiri tilboð og hann ákvað að slá til og skoða samningstilboð frá Ivry. Staðan hjá okkur í Skjern er sú að við erum með annan leikstjórnanda sem er mjög góður líka og okkur fannst ekki alveg ganga að vera með tvo jafn sterka leikstjórnendur í liðinu. Við erum að skoða að fá til okkar finnskan strák sem er leikstjórnandi en getur leyst flestallar aðrar stöður líka, svo þetta hentar okkur ágætlega þannig lagað. Ég held að Ragnar sé mjög sáttur við að fara aftur til Frakklands og er ekki frá því að boltinn sem spilaður er þar henti honum betur,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið. Saknaði Frakklands „Ég spilaði hérna í Frakklandi í fjögur ár og þekki því deildina hérna mjög vel. Mér leið vel í Frakklandi og ég er spenntur að fara þangað aftur að spila. Það var sameiginleg ákvörðun okkar allra hjá Skjern að það hentaði öllum aðilum bara ágætlega að ég færi aftur til Frakklands. Ég var fyrst með tilboð frá gamla félaginu mínu Dunkerque, en var að vísu ekkert sérstaklega spenntur fyrir að fara þangað aftur því ég endaði á svo skemmtilegum nótum þar. Svo kom upp úr kafinu að ég fékk fleiri tilboð og ákvað að skoða tilboðið frá Ivry. Það er toppklúbbur sem varð meistari nokkur ár í röð fyrir nokkru síðan og endaði í þriðja sæti í fyrra. Þeir ætla að styrkja sig mikið fyrir átökin á næsta tímabili og mér líst bara ansi vel á þetta lið. Stefnan er sett á að vinna titilinn á næsta tímabili og ég vil gjarnan taka þátt í því. Ég þekki líka nokkra leikmenn í hópnum hjá þeim og það er auðvitað toppurinn að vera í París. Það er náttúrlega borg upp á tíu og ég verð að viðurkenna að ég saknaði þess dálítið að vera í Frakklandi,“ sagði Ragnar Óskarsson, kátur í bragði með að vera á leið til Frakklands á ný. Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Ragnar Óskarsson er á leið til Frakklands á ný eftir skamma viðveru í Danmörku. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Parísarliðið US Ivry. Handbolti Ragnar lék undir stjórn Arons Kristjánssonar í danska liðinu Skjern í vetur, en í samráði við forráðamenn liðsins ákvað hann að fara til Frakklands á ný eftir að nokkur tilboð bárust í hann þaðan. „Þetta byrjaði allt þannig að við fengum tilboð í Ragnar frá gamla félaginu hans Dunkerque í Frakklandi. Við settumst niður og ræddum málin og úr varð að við samþykktum að hann fengi að fara frá okkur. Svo kom upp úr kafinu að hann fékk fleiri tilboð og hann ákvað að slá til og skoða samningstilboð frá Ivry. Staðan hjá okkur í Skjern er sú að við erum með annan leikstjórnanda sem er mjög góður líka og okkur fannst ekki alveg ganga að vera með tvo jafn sterka leikstjórnendur í liðinu. Við erum að skoða að fá til okkar finnskan strák sem er leikstjórnandi en getur leyst flestallar aðrar stöður líka, svo þetta hentar okkur ágætlega þannig lagað. Ég held að Ragnar sé mjög sáttur við að fara aftur til Frakklands og er ekki frá því að boltinn sem spilaður er þar henti honum betur,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið. Saknaði Frakklands „Ég spilaði hérna í Frakklandi í fjögur ár og þekki því deildina hérna mjög vel. Mér leið vel í Frakklandi og ég er spenntur að fara þangað aftur að spila. Það var sameiginleg ákvörðun okkar allra hjá Skjern að það hentaði öllum aðilum bara ágætlega að ég færi aftur til Frakklands. Ég var fyrst með tilboð frá gamla félaginu mínu Dunkerque, en var að vísu ekkert sérstaklega spenntur fyrir að fara þangað aftur því ég endaði á svo skemmtilegum nótum þar. Svo kom upp úr kafinu að ég fékk fleiri tilboð og ákvað að skoða tilboðið frá Ivry. Það er toppklúbbur sem varð meistari nokkur ár í röð fyrir nokkru síðan og endaði í þriðja sæti í fyrra. Þeir ætla að styrkja sig mikið fyrir átökin á næsta tímabili og mér líst bara ansi vel á þetta lið. Stefnan er sett á að vinna titilinn á næsta tímabili og ég vil gjarnan taka þátt í því. Ég þekki líka nokkra leikmenn í hópnum hjá þeim og það er auðvitað toppurinn að vera í París. Það er náttúrlega borg upp á tíu og ég verð að viðurkenna að ég saknaði þess dálítið að vera í Frakklandi,“ sagði Ragnar Óskarsson, kátur í bragði með að vera á leið til Frakklands á ný.
Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira