Erlent

Vöxtur í flugi í Miðausturlöndum

Það hljómar nánast ótrúlega að í heimshluta sem einkennist af átökum og ólgu sé blússandi uppgangur í flugbransanum og það á sama tíma og stóru, vestræna flugfélögin ramba á barmi gjaldþrots. Sú mynd sem jafnan birtist af Miðausturlöndum er ekki falleg ogþað kemur því ugglaust einhverjum á óvart þegar sagt er að ferðamannaiðnaðurinn á þessu svæði sé að springa út. En á flugsýningunni í Le Bourget í París fer það ekki á milli mála. Flugfélög frá Miðausturlöndum eru þar í innkaupaferð og ekki í fyrsta skipti. Olíugróði er grundvöllurinn og þverrandi olíulindir ástæða þess að Emirates-flugfélagið frá Dubai hyggst kaupa á milli 50 og 80 vélar á sýningunni og Qatar Airways hefur þegar pantað 80 þotur að heildarvirði ríflega þúsund milljarðar króna. Þetta eru enda þau flugfélög sem vaxa hvað hraðast í heiminum. Vöxturinn hjá Emirates er slíkur að félagið tekur við nýrri vél í hverjum mánuði næstu sjö ár. Stjórnendur flugfélaganna á svæðinu segja allt eins líklegt að fleiri pantanir bætist við á flugsýningunni í Dúbaí síðar á þessu ári. Yfirmaður Qatar Airways segir stefnt að því að þrefalda stærð félagsins á næstu fimm árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×