Sport

Chelsea áfrýjar ekki

Chelsea hafa ákveðið að áfrýja ekki úrskurði enska knattspyrnusambandsins um að sekta Chelsea og Jose Mourinho um 300 þúsund pund fyrir að hittast á leynilegum fundi á hóteli í London í vetur. Talsmaður félagsins sagðist vona að þetta myndi verða til þess að málið yrði láti niður falla. "Við teljum úrskurðinn ekki sangjarnan gagnvart félaginu og José. Mourinho er ekki ánægður með dóminn en er tilbúinn til þess að loka málinu með þessum hætti." Ashley Cole var sektaður um 100 þúsund pund fyrir athæfið, en lögmaður hans áfrýjaði strax úrskurðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×