Erlent

Rúmt tonn af sprengiefni finnst

Lögregluyfirvöld í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, stöðvuðu í gær bifreið sem í voru 1,2 tonn af sprengiefninu TNT. Hvellhettur höfðu verið tengdar við efnið og þótti einsýnt að nota ætti bílinn til hryðjuverkaárásar á ótilgreindum stað. Tveir menn sem voru í bílnum, báðir með fölsuð vegabréf, voru handteknir. Þá greindi Interfax-fréttastofan frá því að öryggismálayfirvöld í Rússlandi hefðu vitneskju um að stórfelld hryðjuverk þar sem eiturefnum yrði beitt væru áformuð í Kákasus-lýðveldunum á næstu mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×