Erlent

Hart barist í Afganistan

Til mjög harðs bardaga kom í vikunni í suðaustanverðu Afganistan þegar bandarískir og afganskir hermenn gengu milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum. 64 skæruliðar týndu lífi í átökunum og einn hermaður. Að sögn talsmanns Bandaríkjahers í landinu voru margir talibanar í hópi uppreisnarmannanna en skilríki nokkurra þeirra gáfu einnig til kynna að útlendingar væru þar á meðal, til dæmis Pakistanar og Tsjetsjenar. Þá dóu níu afganskir hermenn á miðvikudaginn þegar setið var fyrir þeim í smábæ í Kandahar-héraði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×