Erlent

Rigningu fagnað á Ítalíu

Margir Ítalir fögnuðu mjög þegar byrjaði að rigna í norðurhluta landsins og um miðbik þess í gær. Rigningin kemur í kjölfar mikillar hitabylgju sem hefur kostað 21 einstakling lífið og léttir aðeins á þjáningum landsmanna og ferðamanna. Hitastigið féll nokkuð í gær þegar ský þöktu himininn víða og búist er við að hitastigið falli enn í dag. Hitinn hefur vart farið undir 35 gráður og hefur fjöldi eldri borgara látið lífið vegna hitanna. Þá hefur hitinn eyðilagt gróður og valdið bændum miklum skaða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×