Erlent

Kommúnistaflokkur Kína 84 ára

Kommúnistaflokkur Kína fagnar áttatíu og fjögurra ára afmæli sínu í dag. Flokkurinn, sem hefur verið eini löglegi stjórnmálaflokkurinn í Kína síðan 1949, státar sig af því að vera stærsti stjórnmálaflokkur heims. Samkvæmt kínversku fréttastofunni Xinhua eru félagar nú tæpar sjötíu milljónir. Eftir markaðsumbætur síðustu tveggja áratuga hefur sannfærðum fylgismönnum Kommúnistaflokksins fækkað verulega. Hins vegar er það viðurkennd staðreynd að félagsskírteini í flokknum er enn lykillinn að því að komast áfram í samfélaginu, einkum í hernum og hjá hinu opinbera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×