Erlent

Ákæra vegna litanotkunar

Arabíski Balad-flokkurinn hefur höfðað mál fyrir ísraelskum dómstólum gegn hópi róttækra gyðinga sem berjast gegn brottflutningi ísraelskra landtökumanna frá Gasa. Ákæran snýst þó ekki um brottflutninginn, heldur liti. Balad-flokkurinn vill láta banna gyðingahópnum að nota appelsínugulan lit í áróðri sínum þar sem þeirra flokkur hafi notað litinn árum saman, bæði í merki sínu og annars staðar, og nú sé fólk á svæðinu orðið ruglað í ríminu og viti ekki lengur hvað liturinn þýði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×