Afleiðingar Katrínar æ ljósari 8. september 2005 00:01 Skelfilegar afleiðingar fellibylsins Katrínar verða sýnilegri með hverjum deginum sem líður. Leit að líkamsleifum þeirra þúsunda sem talin eru hafa látist í hamförunum í New Orleans er hafin. Um 250 þúsund manns sem komust frá borginni, hafast nú við í skýlum víðs vegar um Bandaríkin. Flóðavatnið er tekið að sjatna. Í gærkvöld gengu björgunarmenn fram á lík þrjátíu eldri borgara á hjúkrunarheimili og óttast er að sá fundur verði ekkert einsdæmi.Tuttugu og fimm þúsund líkpokar hafa verið sendir til borgarinnar og það er vart hægt ímynda sér aðstæður björgunarmanna sem fara hús úr húsi, hvort tveggja í leit að líkamleifum þeirra þúsunda sem talin eru hafa látist í hamförunum og þeim sem enn hafast við í borginni, þrátt fyrir skýr fyrirmæli yfirvalda um að það komi sér þaðan. Vitað er með vissu að fjórir hafa þegar látist af völdum sýkinga frá flóðavatninu en samkvæmt niðurstöðum úr efnagreiningu er sýklamagn þess tífalt það sem hættumörk segja til um. Talið er að enn séu á milli 10 til 15 þúsund manns í borginni. Ástæður þess að fólkið neitar að fara eru af ýmsum toga. Margir óttast um eigur sínar, sumir neita að yfirgefa gæludýrin sín, aðrir virðast ekki gera sér grein fyrir hættunni og þá duga engar úrtölur. 22 þúsund manns hefur verið bjargað af flóðasvæðinu og að minnsta kosti 250 þúsund manns hefst við í 700 neyðarskýlum víðs vegar um Bandaríkin. Sums staðar hefur bílastæðum við verslunarkjarna verið breytt í tjaldstæði fyrir heimilislausa. Fastlega er búist við að Bush Bandaríkjaforseti fari í dag fram á fimmtíu milljarða dollara aukafjárveitingu vegna hamfaranna Framlög almennings og fyrirtækja nema 550 milljónum bandaríkjadollara og sumir gera gott betur, eins og þriggja manna fjölskylda í Los Angeles þar sem báðar fyrirvinnur eru atvinnulausar sem hafa boðið flóttafólki að búa hjá sér. Yfirmaður Almannavarna og björgunarstarfa Michael Brown hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir slæleg vinnubrögð. Skýrslur sýna að hann beið nokkrar klukkustundir eftir fellibylinn til að biðja um aðstoð eitt þúsund björgunarmanna innan tveggja sólarhinga. Þá bað hann um að 2000 til viðbótar yrðu sendir innan viku en þeirra hlutverk átti meðal annars að vera það að skapa jákvæða mynd af björgunarstörfum á svæðinu. Krafan um afsögn hans gerist æ háværari og erfitt að finna nokkurn sem er sammála Bush Bandaríkjaforseta um ágæti starfa hans. Erlent Fréttir Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Skelfilegar afleiðingar fellibylsins Katrínar verða sýnilegri með hverjum deginum sem líður. Leit að líkamsleifum þeirra þúsunda sem talin eru hafa látist í hamförunum í New Orleans er hafin. Um 250 þúsund manns sem komust frá borginni, hafast nú við í skýlum víðs vegar um Bandaríkin. Flóðavatnið er tekið að sjatna. Í gærkvöld gengu björgunarmenn fram á lík þrjátíu eldri borgara á hjúkrunarheimili og óttast er að sá fundur verði ekkert einsdæmi.Tuttugu og fimm þúsund líkpokar hafa verið sendir til borgarinnar og það er vart hægt ímynda sér aðstæður björgunarmanna sem fara hús úr húsi, hvort tveggja í leit að líkamleifum þeirra þúsunda sem talin eru hafa látist í hamförunum og þeim sem enn hafast við í borginni, þrátt fyrir skýr fyrirmæli yfirvalda um að það komi sér þaðan. Vitað er með vissu að fjórir hafa þegar látist af völdum sýkinga frá flóðavatninu en samkvæmt niðurstöðum úr efnagreiningu er sýklamagn þess tífalt það sem hættumörk segja til um. Talið er að enn séu á milli 10 til 15 þúsund manns í borginni. Ástæður þess að fólkið neitar að fara eru af ýmsum toga. Margir óttast um eigur sínar, sumir neita að yfirgefa gæludýrin sín, aðrir virðast ekki gera sér grein fyrir hættunni og þá duga engar úrtölur. 22 þúsund manns hefur verið bjargað af flóðasvæðinu og að minnsta kosti 250 þúsund manns hefst við í 700 neyðarskýlum víðs vegar um Bandaríkin. Sums staðar hefur bílastæðum við verslunarkjarna verið breytt í tjaldstæði fyrir heimilislausa. Fastlega er búist við að Bush Bandaríkjaforseti fari í dag fram á fimmtíu milljarða dollara aukafjárveitingu vegna hamfaranna Framlög almennings og fyrirtækja nema 550 milljónum bandaríkjadollara og sumir gera gott betur, eins og þriggja manna fjölskylda í Los Angeles þar sem báðar fyrirvinnur eru atvinnulausar sem hafa boðið flóttafólki að búa hjá sér. Yfirmaður Almannavarna og björgunarstarfa Michael Brown hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir slæleg vinnubrögð. Skýrslur sýna að hann beið nokkrar klukkustundir eftir fellibylinn til að biðja um aðstoð eitt þúsund björgunarmanna innan tveggja sólarhinga. Þá bað hann um að 2000 til viðbótar yrðu sendir innan viku en þeirra hlutverk átti meðal annars að vera það að skapa jákvæða mynd af björgunarstörfum á svæðinu. Krafan um afsögn hans gerist æ háværari og erfitt að finna nokkurn sem er sammála Bush Bandaríkjaforseta um ágæti starfa hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira