Erlent

Al-Qaida með aðsetur í V-Afríku?

Al-Qaida hryðjuverkasamtökin hafa hreiðrað um sig á vesturströnd Afríku. Þessu heldur saksóknari við stríðaglæpadómstólinn vegna Síerra Leóne fram. Hann segir að Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, hafi skotið skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn al-Qaida sem séu meðal annars viðriðnir hryðjuverk í Tansaníu og Keníu. Að auki er fullyrt að Taylor og al-Qaida hafi staðið á bak við tilraun til valdaráns í Gíneu. Saksóknarinn, David Crane, segir að rannsóknarmenn dómstólsins hafi áttað sig á því fljótlega eftir að þeir hófu störf að þeir væru lentir í hreiðri al-Qaida liða og hjá dómstólnum er litið á þetta sem ógn við stöðugleika í allri Vestur-Afríku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×