Erlent

Stærsta eldgos í meira en áratug

Eldfjallið Colima í vesturhluta Mexíkó gaus á mánudag og er nú aska þrjá kílómetra upp í loftið. Sérfræðingar segja gos þetta það stærsta í landinu í meira en áratug. Grjót úr fjallinu fannst í þriggja kílómetra fjarlægð frá fjallinu en enginn slasaðist í sprengingunni. Eldfjallið er talið eitt af öflugustu og virkustu eldfjöllum landsins en það hefur gosið reglulega frá árinu 1560 og óttast sérfræðingar að næstu gos geti orðið jafnvel stærri og öflugri sem gæti haft veruleg áhrif á nærliggjandi borgir. Guadalajara er aðeins í 120 kílómetra fjarlægð frá fjallinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×