Stórleikir í Meistaradeildinni 22. febrúar 2005 00:01 16 liða úrslit í Meistaradeildinni í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum en allir leikirnir eru sannkallaðir stórleikir. Þrír leikir verða sýndir á Sýn og Sýn 2. Á Ólympíuleikvanginum í Munchen mætast heimamenn í Bayern og Arsenal. Michael Ballack, besti maður Bayern Munchen, á við meiðsli að stríða og verður að öllum líkindum ekki með í kvöld en hann fór ekki í gegnum læknisskoðun í gær. Owen Hargraves, enski landsliðsmaðurinn, tekur stöðu hans á miðjunni. Sol Campbell verður fjarri góðu gamni í liði Arsenal vegna meiðsla og þá er óvíst hvort Ashley Cole geti leikið en hann er einnig meiddur. Dennis Bergkamp verður heldur ekki með Arsenal en hann stígur sem kunnugt er ekki upp í flugvél vegna flughræðslu. Jens Lehman stendur í markinu og hann mætir landa sínum Oliver Khan en þeir félagar hafa ekki þótt sérlegir vinir síðustu ár. Bein útsending á Sýn hefst klukkan 19.30. Á sama tíma á Sýn 2 verður sýndur leikur Real Madrid og Juventus en þessi lið léku til úrslita í Meistaradeildinni árið 1998. Liðin mættust einnig í undanúrslitum árið 2003 og þá hafði Juventus sigur og tryggði sér sæti í ítölskum úrslitaleik á Old Trafford í Manchester. Þar beið Juventus lægri hlut fyrir AC Milan í úrslitum. Real Madrid tapaði um helgina í spænsku úrvalsdeildinni fyrir „Bilbæingum“ og Juventus gerði markalaust jafntefli við Messina. Pavel Nedved, sem hefur verið frá vegna meiðsla í liði Juventus, verður með en David Trezeguet er frá vegna meiðsla. Síðari leikurinn á Sýn í kvöld er viðureign Liverpool og Bayern Leverkusen. Harry Kewell verður með Liverpool en hann ku hafa náð sér af hásinarmeiðslum. Þeir verða hins vegar fjarri góðu gamni, Djibril Cisse og Florent Sinama Pongolle, vegna meiðsla og þá hefur Fernando Morientes ekki leikheimild þar sem hann lék fyrr í vetur með Real Madrid í keppninni. Liverpool verður einnig án fyrirliðans Stevens Gerrards sem er í leikbanni og þá getur liðið heldur ekki teflt fram Mauricio Pellegrino sem lék með Valencia í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Varnarmaðurinn sterki, Jens Novotny, er frá vegna meiðsla í liði Leverkusen og þá er Marko Babic, miðjumaðurinn sterki, einnig meiddur. Fjórði leikurinn í 16 liða úrslitunum í kvöld verður viðureign PSV Eindhoven og Monaco. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Sjá meira
16 liða úrslit í Meistaradeildinni í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum en allir leikirnir eru sannkallaðir stórleikir. Þrír leikir verða sýndir á Sýn og Sýn 2. Á Ólympíuleikvanginum í Munchen mætast heimamenn í Bayern og Arsenal. Michael Ballack, besti maður Bayern Munchen, á við meiðsli að stríða og verður að öllum líkindum ekki með í kvöld en hann fór ekki í gegnum læknisskoðun í gær. Owen Hargraves, enski landsliðsmaðurinn, tekur stöðu hans á miðjunni. Sol Campbell verður fjarri góðu gamni í liði Arsenal vegna meiðsla og þá er óvíst hvort Ashley Cole geti leikið en hann er einnig meiddur. Dennis Bergkamp verður heldur ekki með Arsenal en hann stígur sem kunnugt er ekki upp í flugvél vegna flughræðslu. Jens Lehman stendur í markinu og hann mætir landa sínum Oliver Khan en þeir félagar hafa ekki þótt sérlegir vinir síðustu ár. Bein útsending á Sýn hefst klukkan 19.30. Á sama tíma á Sýn 2 verður sýndur leikur Real Madrid og Juventus en þessi lið léku til úrslita í Meistaradeildinni árið 1998. Liðin mættust einnig í undanúrslitum árið 2003 og þá hafði Juventus sigur og tryggði sér sæti í ítölskum úrslitaleik á Old Trafford í Manchester. Þar beið Juventus lægri hlut fyrir AC Milan í úrslitum. Real Madrid tapaði um helgina í spænsku úrvalsdeildinni fyrir „Bilbæingum“ og Juventus gerði markalaust jafntefli við Messina. Pavel Nedved, sem hefur verið frá vegna meiðsla í liði Juventus, verður með en David Trezeguet er frá vegna meiðsla. Síðari leikurinn á Sýn í kvöld er viðureign Liverpool og Bayern Leverkusen. Harry Kewell verður með Liverpool en hann ku hafa náð sér af hásinarmeiðslum. Þeir verða hins vegar fjarri góðu gamni, Djibril Cisse og Florent Sinama Pongolle, vegna meiðsla og þá hefur Fernando Morientes ekki leikheimild þar sem hann lék fyrr í vetur með Real Madrid í keppninni. Liverpool verður einnig án fyrirliðans Stevens Gerrards sem er í leikbanni og þá getur liðið heldur ekki teflt fram Mauricio Pellegrino sem lék með Valencia í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Varnarmaðurinn sterki, Jens Novotny, er frá vegna meiðsla í liði Leverkusen og þá er Marko Babic, miðjumaðurinn sterki, einnig meiddur. Fjórði leikurinn í 16 liða úrslitunum í kvöld verður viðureign PSV Eindhoven og Monaco.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Sjá meira