Erlent

Líðan Fahds konungs sögð stöðug

Líðan Fahds, konungs Sádi-Arabíu, er stöðug eftir því sem utanríkisráðherra landsins greinir frá í dag. Konungurinn, sem er 83 ára, var lagður inn á sjúkrahús í gær með lungnabólgu og var vatni dælt úr lungunum í honum. Um tíma var óttast að hann kynni að vera í lífhættu þar sem konungsfjölskyldan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem íbúar landsins voru beðnir um að biðja fyrir kónginum en svo virðist ekki vera nú. Fahd konungur hefur verið heilsuveill síðan hann fékk hjartaáfall árið 1995 og hefur arftaki hans, Abdullah krónprins, haldið að mestu um stjórnartaumana í ríkinu undanfarin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×