Erlent

Forsætisráðherrar funda

Biðstaða Evrópusambandsins var eitt af helstu umræðuefnunum á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Danmörku. Danir og Svíar vilja sjá breytingar á fjárlögum ESB, en Norðmenn og Íslendingar standa enn rólegri en áður, utan sambandsins. Margt bar á góma á árlegum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem að þessu sinni fór fram á Fjóni í Danmörku og sérstaklega var rætt um Evrópusambandið. Danir og Svíar eru ekki á einu máli varðandi Evrópusambandið. Danir voru tilbúnir að samþykkja fjárlagaáætlun ESB en Svíar ekki. Anders Fogh Rasmussen segir Dani vilja nútímalegri fjárhagáætlun, skýra áherslu á byggðastefnu fátækustu landa Evrópu, svokallaða Samstöðusjóði og endurskoðun landbúnaðarstefnunnar en það tekur tíma að framkvæma. Til þess að samþykkja fjárlögin vilja þeir breytingar. Þanig að efnameiri þjóðir í ESB leggi meira til fjárlaganna og efnaminni þjóðir fái styrki frá sambandinu. Þetta er grunnhugmyndi ESB. Auk Dana og Svía eru Finnar í ESB. Íslendingar og Norðmenn eru sammála um að staða mála lengi enn frekar aðildarviðræður þjóðanna tveggja. Kjell Magne Bondevik segir ekki tímabært að ræða aftur um aðild Noregs að ESB fyrr en fjöldi þeirra sem eru hlynntir aðild verður stöðugur og þeir flokkar sem styðja aðildan verða sammála. Það eru því líklega nokkur ár þar til umræður um aðild NOregs hefjast afturþ Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að það eina sem gerist er að það taki Íslendinga nokkuð lengri tíma að meta það sem gerist í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×