Innlent

Fannst látinn í Markarfljóti

Franski ferðamaðurinn Christian Apalléa, sem björgunarsveitir hafa leitað að í dag, fannst látinn í Markarfljóti um klukkan þrjú. Að sögn Þorsteins Þorkelssonar hjá Landsbjörgu virðist sem Apalléa hafi farið ranga leið, aðeins vestar en leiðin liggur, þegar gengið er inn í Húsadal í Þórsmörk frá Álftavatni og hann hafi því reynt að vaða yfir Kaldaklofskvísl sem er víðsjárverð jökulá. Göngubrú liggur yfir hana nokkru frá þeim stað sem hann hefur farið út í hana. Talið er að þetta hafi gerst 27. eða 28. ágúst, fyrir tæpum hálfum mánuði. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann lík Apalléa í Markarfljóti skammt fyrir neðan Húsadal. Verið er að færa ættingjum hans í Frakklandi fregnirnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×