Forskotið minnkar í Þýskalandi 9. september 2005 00:01 Angela Merkel og kristilegir demókratar í Þýskalandi virðast vera að klúðra forskotinu sem þau höfðu á Gerhard Schröder kanslara og jafnaðarmannaflokk hans. Kannanir sem birtar hafa verið undanfarna daga benda til þess að samsteypustjórn stóru flokkanna sé eina lausnin að loknum kosningum. Mánuðum saman hefur verið talið víst að Angela Merkel myndi brjóta blað í þýskri stjórnmálasögu og verða bæði fyrsti kvenkanslari Þýskalands og sá fyrsti frá gamla Austur-Þýskalandi. Sigurinn stefndi í að vera afgerandi, en nú, rúmri viku fyrir kosningar, er landslagið annað. Í morgun kom fjórða könnunin í röð sem bendir til þess að kristilegir demókratar geti ekki myndað meirihlutastjórn með frjálslynda flokknum FDP. Kristilegir demókratar fengju, samkvæmt könnunum, um fjörutíu og eitt prósent atkvæða og yrðu stærsti flokkurinn en frjálslyndir fengju aðeins sjö prósent og því myndi samanlagt fylgi ekki duga til. Jafnaðarmenn og græningjar fengju, samkvæmt könnunum, fjörutíu og eitt prósent og vinstri flokkurinn átta prósent. Jafnaðarmenn vilja ekki starfa með vinstriflokknum svo að þriggja flokka samsteypustjórn kemur ekki heldur til greina. Því stefnir allt í að eina lausnin verði samsteypustjórn stóru flokkanna, Jafnaðarmannaflokksins og kristilegra demókrata. Hver sæti þar í forsæti er óvíst en bæði hagfræðingar og fréttaskýrendur segja þetta slæman kost. Stefnumál flokkanna séu ólík og afleiðingarnar yrðu að líkindum óstöðugleiki og stöðnun í efnahagsumbótum. Þrátt fyrir þetta sýna kannanir að þrjátíu og fimm prósent aðspurðra telja samsteypustjórn af þessu tagi bestu útkomuna. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Angela Merkel og kristilegir demókratar í Þýskalandi virðast vera að klúðra forskotinu sem þau höfðu á Gerhard Schröder kanslara og jafnaðarmannaflokk hans. Kannanir sem birtar hafa verið undanfarna daga benda til þess að samsteypustjórn stóru flokkanna sé eina lausnin að loknum kosningum. Mánuðum saman hefur verið talið víst að Angela Merkel myndi brjóta blað í þýskri stjórnmálasögu og verða bæði fyrsti kvenkanslari Þýskalands og sá fyrsti frá gamla Austur-Þýskalandi. Sigurinn stefndi í að vera afgerandi, en nú, rúmri viku fyrir kosningar, er landslagið annað. Í morgun kom fjórða könnunin í röð sem bendir til þess að kristilegir demókratar geti ekki myndað meirihlutastjórn með frjálslynda flokknum FDP. Kristilegir demókratar fengju, samkvæmt könnunum, um fjörutíu og eitt prósent atkvæða og yrðu stærsti flokkurinn en frjálslyndir fengju aðeins sjö prósent og því myndi samanlagt fylgi ekki duga til. Jafnaðarmenn og græningjar fengju, samkvæmt könnunum, fjörutíu og eitt prósent og vinstri flokkurinn átta prósent. Jafnaðarmenn vilja ekki starfa með vinstriflokknum svo að þriggja flokka samsteypustjórn kemur ekki heldur til greina. Því stefnir allt í að eina lausnin verði samsteypustjórn stóru flokkanna, Jafnaðarmannaflokksins og kristilegra demókrata. Hver sæti þar í forsæti er óvíst en bæði hagfræðingar og fréttaskýrendur segja þetta slæman kost. Stefnumál flokkanna séu ólík og afleiðingarnar yrðu að líkindum óstöðugleiki og stöðnun í efnahagsumbótum. Þrátt fyrir þetta sýna kannanir að þrjátíu og fimm prósent aðspurðra telja samsteypustjórn af þessu tagi bestu útkomuna.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira