Innlent

Stokkandarkolla olli kláða

Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar
Sökudólgurinn fundinn Stök stokkandarkolla með unga er talin hafa orsakað mikla fjölgun sundlirfa sem ollu sundmannakláða hjá þúsundum gesta í Landmannalaugum.
Sökudólgurinn fundinn Stök stokkandarkolla með unga er talin hafa orsakað mikla fjölgun sundlirfa sem ollu sundmannakláða hjá þúsundum gesta í Landmannalaugum.
Sundmannakláði sá sem blossað hefur upp í Landmannalaugum á síðustu árum er rakinn til stakrar stokkandarkollu sem hefur haldið til við Laugalæk, sem er heitur lækur á svæðinu, er fólk hefur stundað böð í.

Þetta kemur fram í áhugaverðri grein eftir Karl Skírnisson og Libusa Kolarova dýrafræðinga í nýjasta hefti Læknablaðsins. Dýrafræðingarnir hafa unnið að rannsóknum á uppruna sundmannakláðans sem hefur verið hvað skæðastur í ágústmánuði undanfarin ár. Þá reyndist fjöldi sundlirfa fuglasníkjudýra mjög mikill en fór minnkandi eftir því sem leið á haustið.

Skyndileg fjölgun þessara lirfa á þessu tímabili árin 2003 og 2004 er rakinn til stokkandarkollu sem verpti við baðstaðinn og ól þar upp unga sem bæði reyndust smitaðir af nasa- og iðraögðum þegar að var gáð. Talið er að ungarnir hafi smitast strax og þeir klöktust úr eggjum og átt stærstan þátt í að magna upp lirfusmitið.

Dýrafræðingarnir benda á að koma megi í veg fyrir skyndilega fjölgun sundlirfa í Laugalæknum á síðari hluta sumars með því að meina stokkönd að ala þar upp unga. Ekki sé þó víst að alfarið verði komið í veg fyrir kláðann með því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×