Erlent

Andfélgsleg hegðun nudduð á brott

Yfirvöld í Gorton í Bretlandi bjóða uppá nýstárlega aðferð við að koma reglu og skikki á vandræðaunglinga í borginni. Unglingarnir sem búa í alræmdu fátækrahverfi, hafa flestir sýnt andfélagslega hegðun og komist í kast við lögin með einhverjum hætti.Nú hefur stór hópur þeirra verið skyldaður til þess að læra handa og handleggjanudd. Eftir hálfs mánaðar nuddnámskeið varð sýnileg breyting á hegðun þeirra og þeir virtust róast mikið. Eftir námskeiðið voru þeir einnig sendir til aldraðra til þess að veita þeim nudd sem hinir eldri þáðu með þökkum. Framtakið hefur vakið mikla athygli á Bretlandi og uppi eru áætlanir um að þróa verkefnið áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×