Erlent

Áætlun á réttan kjöl

Flugáætlun breska flugfélagsins British Airways er loks að komast á réttan kjöl eftir að starfsmenn þess fóru í verkfall fyrir helgi. Þó eru enn farþegar sem bíða eftir að komast á áfangastaði sína og hafa sumir nú beðið í fjóra daga eftir flugi. Hátt í hundrað þúsund farþegar komust ekki leiðar sinnar vegna deilunnar en það voru starfsmenn í fyrirtæki sem sér flugfélaginu fyrir mat sem ákváðu að leggja niður vinnu. Verkfallið hefði ekki haft áhrif á jafn marga ef ekki hefði verið fyrir þær sakir að nú er háannatími hjá flugfélaginu vegna sumarleyfa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×