Erlent

Mannrán í Írak

Ekkert lát virðist á mannránum í Írak. Framkvæmdastjóra írakska Seðlabankans, Hasib Juwaid, var rænt í dag. Að sögn vitna réðist hópur vopnaðra manna að honum fyrir utan heimili hans í austurhluta Bagdad, þröngvaði honum inn í bíl og ók á brott á ofsahraða. Ekki er vitað hvers þeir krefjast, en sem stendur er fjöldi manna í haldi mannræningja, bæði Írakar og erlendir ríkisborgarar. Tugir hafa verið myrtir í haldi mannræningja undanfarin tvö ár, en nokkrum hefur verið sleppt á lífi, líklega eftir leynilega greiðslu lausnargjalds.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×