Davíð hættir í stjórnmálum 7. september 2005 00:01 Davíð Oddsson hættir í pólitík og verður seðlabankastjóri. Ákvörðun hans, sem hann kynnti í dag, kom flatt upp á marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ekki einungis áhrif á hagi Davíðs Oddssonar heldur hefur hún talsverðar tilfærslur í för með sér innan ríkisstjórnarinnar. Með skömmum fyrirvara var boðað til fundar með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn í Valhöll í dag og menn gerðu sér grein fyrir að stórtíðinda var að vænta. Fundurinn stóð í klukkustund og svo hitti Davíð Oddsson fjölmiðlamenn. Þar sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að vera ekki í kjöri til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í október. Þá sagðist hann einnig hafa ákveðið að láta af starfi utanríkisráðherra og hagstofuráðherra 27. september næstkomandi á ríkisráðsfundi sem þá yrði haldinn. Þá tekur Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, við embætti utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra verður fjármálaráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður sjávarútvegsráðherra. Ásta Möller varaþingmaður tekur sæti á Alþingi. Davíð sagðist kveðja stjórnmálin með söknuði þar sem þau hefðu verið hans líf og yndi. Hann hefði heyrt það stundum að menn vildu ekki í stjórnmálum vera vegna þess amsturs og áníðslu sem sumir teldur að fylgdu þeim, sérstaklega varðandi framgöngu fréttamanna. Þeir hefðu þó farið furðuvel með hann í gengum tíðina þannig að þeir ættu ekki heiðurinn af því að hann væri að hætta. Þá sagði hann einkalíf sitt hafa verið látið í friði nema hann hefði gefið sérstakt tilefni til þess. Menn þurftu ekki að velta sér lengi fyrir sér hvað yrði um Davíð Odddsson. Hann fer í Seðlabankann eins og svo margir stjórnmálamenn á undan honum. Davíð sagði að 20. október myndi hann taka við starfi sem formaður bankastjórnar Seðlabankans. Þá ákvörðun hefði forsætisráðherra tekið. Frá því var gengið fyri hádegi. Birgir Ísleifur Gunnarsson lætur af störfum sem seðlabankastjóri fyrir aldurs sakir. Spurður hvort einhverjar heilsufarslegar ástæður væru fyrir ákvörðun hans sagði Davíð að raunverulega væri svo ekki að öðru leyti en því að hann hefði fengið ákveðnar áminningar um það að klukkan tifar og að hún gengi á fleiri en skákmenn. Síðastliðið ár hefði hann ekki verið á fleygiferð því tími hefði farið í endurhæfingu og aukameðferðir. Þótt þær hefðu ekki verið erfiðar eða kvalafullar þá hefðu þær dregið úr afli og krafti. Hann teldi sig nú kominn með afl á nýjan leik til að sinna nýju starfi en ekki hefði farið hjá því að ef menn fengju gult spjald þá horfðu þeir á það og höguðu sér aðeins betur til þess að fá ekki rautt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Davíð Oddsson hættir í pólitík og verður seðlabankastjóri. Ákvörðun hans, sem hann kynnti í dag, kom flatt upp á marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ekki einungis áhrif á hagi Davíðs Oddssonar heldur hefur hún talsverðar tilfærslur í för með sér innan ríkisstjórnarinnar. Með skömmum fyrirvara var boðað til fundar með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn í Valhöll í dag og menn gerðu sér grein fyrir að stórtíðinda var að vænta. Fundurinn stóð í klukkustund og svo hitti Davíð Oddsson fjölmiðlamenn. Þar sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að vera ekki í kjöri til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í október. Þá sagðist hann einnig hafa ákveðið að láta af starfi utanríkisráðherra og hagstofuráðherra 27. september næstkomandi á ríkisráðsfundi sem þá yrði haldinn. Þá tekur Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, við embætti utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra verður fjármálaráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður sjávarútvegsráðherra. Ásta Möller varaþingmaður tekur sæti á Alþingi. Davíð sagðist kveðja stjórnmálin með söknuði þar sem þau hefðu verið hans líf og yndi. Hann hefði heyrt það stundum að menn vildu ekki í stjórnmálum vera vegna þess amsturs og áníðslu sem sumir teldur að fylgdu þeim, sérstaklega varðandi framgöngu fréttamanna. Þeir hefðu þó farið furðuvel með hann í gengum tíðina þannig að þeir ættu ekki heiðurinn af því að hann væri að hætta. Þá sagði hann einkalíf sitt hafa verið látið í friði nema hann hefði gefið sérstakt tilefni til þess. Menn þurftu ekki að velta sér lengi fyrir sér hvað yrði um Davíð Odddsson. Hann fer í Seðlabankann eins og svo margir stjórnmálamenn á undan honum. Davíð sagði að 20. október myndi hann taka við starfi sem formaður bankastjórnar Seðlabankans. Þá ákvörðun hefði forsætisráðherra tekið. Frá því var gengið fyri hádegi. Birgir Ísleifur Gunnarsson lætur af störfum sem seðlabankastjóri fyrir aldurs sakir. Spurður hvort einhverjar heilsufarslegar ástæður væru fyrir ákvörðun hans sagði Davíð að raunverulega væri svo ekki að öðru leyti en því að hann hefði fengið ákveðnar áminningar um það að klukkan tifar og að hún gengi á fleiri en skákmenn. Síðastliðið ár hefði hann ekki verið á fleygiferð því tími hefði farið í endurhæfingu og aukameðferðir. Þótt þær hefðu ekki verið erfiðar eða kvalafullar þá hefðu þær dregið úr afli og krafti. Hann teldi sig nú kominn með afl á nýjan leik til að sinna nýju starfi en ekki hefði farið hjá því að ef menn fengju gult spjald þá horfðu þeir á það og höguðu sér aðeins betur til þess að fá ekki rautt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira