Innlent

Kemur aldrei annar Davíð

"Það verður náttúrlega mikil breyting í Sjálfstæðisflokknum við brottför Davíðs," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. "Hann hefur lengi setið sem óumdeildur leiðtogi flokksins þannig að hans skarð verður vandfyllt eins og oft vill verða þegar öflugir leiðtogar hverfa af vettvangi. En hann er einnig litríkur stjórnmálamaður og hann á það til að vera með nokkuð góða takta við og við þannig að eflaust á ég eftir að sakna hans að einhverju leyti. En eins og oft er sagt, það kemur maður í manns stað en þó held ég að það komi aldrei annar Davíð Oddsson. En ég vil óska honum til hamingju með nýja starfið og vona að hann höndli það vel, hann hefur reyndar talsverða reynslu af efnahagsmálum svo að málin ættu ekki að vera honum ókunnug á þeim vettvangi," segir Guðjón kíminn. Guðjón var einnig spurður álits á Einari K. Guðfinnssyni sem nýjum sjávarútvegsráðherra. "Hann kemur af landsbyggðinni og af svæði þar sem mest brennur á mönnum í dag vegna virkilegra erfiðleika sem eiga sér stað í atvinnulífinu svo nú reynir aldeilis á karlinn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×