Sport

Fyrsta tap Njarðvíkinga

Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í úrvalsdeild karla í vetur þegar liðið lá á heimavelli fyrir grönnum sínum úr Grindavík 105-106.  Keflvíkingar unnu góðan sigur á Fjölni í Grafarvogi 97-93, ÍR lagði Hauka 77-75, Hamar/Selfoss lagði Þór 89-88, KR sigraði Snæfell 74-70 og Skallagrímur burstaði Hött 110-77.

Þrátt fyrir tapið er Njarðvík enn í efsta sæti deildarinnar með 16 stig, en Keflvíkingar eiga leik til góða í öðru sætinu og geta komist upp að hlið granna sinna með sigri í þeim leik. Grindavík er í þriðja sætinu með 14 stig. Höttur er sem fyrr á botninum án stiga, hefur tapað öllum átta leikjum sínum í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×