Sport

Berst ekki næsta hálfa árið

NordicPhotos/GettyImages

Hnefaleikarinn Ricky Hatton mun ekki berjast næsta hálfa árið vegna ljótra skurða sem hann hlaut í bardaganum við Carlos Maussa um síðustu helgi. Hatton hafði mikla yfirburði í bardaganum en skarst mjög illa eftir að höfuð þeirra skullu saman og þurfi að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárum sínum eftir bardagann.

"Annar skurðurinn var ekki svo slæmur, en hinn þarf langan tíma til að jafna sig og við munum láta lýtalækna annast hann. Það er því ljóst að Hatton getur ekki barist næsta hálfa árið eða svo, enda er það í fínu lagi, hann hefur verið undir miklu álagi lengi og hefur gott af hvíldinni," sagði Billy Graham, þjálfari Hatton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×