Fyrsti sigur Atlanta Hawks 24. nóvember 2005 13:45 Al Harrington og félagar í Atlanta Hawks gátu loks fagnað sigri í nótt eftir tap í níu fyrstu leikjunum NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína. Atlanta vann Boston 120-117. Al Harrington skoraði 34 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce skoraði 33 fyrir Boston, sem enn hefur ekki unnið á útivelli í vetur. Orlando lagði heillum horfið lið Washington 91-83, þrátt fyrir að vera án Steve Francis. Heido Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando, en Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst fyrir Washington, sem á í mesta basli eftir góða byrjun. Detroit rúllaði Denver upp 114-89. Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit, en Marcus Camby skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst fyrir Denver, sem hafði unnið fjóra leiki í röð. Phoenix vann nokkuð auðveldan sigur á Houston á útivelli 100-88. James Jones og Shawn Marion skoruðu 19 stig hvor fyrir Phoenix, en Derek Anderson skoraði 23 stig fyrir Houston, sem er í miklum vandræðum án Tracy McGrady og virkar liðið heillum horfið þessa dagana. Miami vann Portland 100-79. Dwayne Wade skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst fyrir Miami, en Darius Miles var með 19 stig hjá Portland. Charlotte sigraði New York 108-95. Gerald Wallace lék með Charlotte á ný eftir handarmeiðsli og skoraði 24 stig, en Stephon Marbury skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York. New Orleans lagði Minnesota 84-80. David West skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst hjá New Orleans, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst hjá Minnesota. Milwaukee sigraði Philadelphia 108-97, þar sem 45 stig Allen Iverson nægðu Philadelphia ekki til sigurs. Hjá Milwaukee var Michael Redd atkvæðamestur með 32 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento lagði New Jersey 114-105. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Marc Jackson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey. San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 113-89, þar sem úrslitin voru nánast ráðin í hálfleik þegar San Antonio hafði þegar náð 30 stiga forystu og gat hvílt lykilmenn sína. Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst, en Troy Murphy skoraði 27 stig fyrir Golden State. Að lokum vann lið LA Clippers níunda sigurinn í ellefu leikjum þegar liðið vann nauman heimasigur á Toronto 103-100. Corey Maggette skoraði 30 stig fyrir Clippers, en Chris Bosh var með 24 stig og 9 fráköst fyrir Toronto. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína. Atlanta vann Boston 120-117. Al Harrington skoraði 34 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce skoraði 33 fyrir Boston, sem enn hefur ekki unnið á útivelli í vetur. Orlando lagði heillum horfið lið Washington 91-83, þrátt fyrir að vera án Steve Francis. Heido Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando, en Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst fyrir Washington, sem á í mesta basli eftir góða byrjun. Detroit rúllaði Denver upp 114-89. Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit, en Marcus Camby skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst fyrir Denver, sem hafði unnið fjóra leiki í röð. Phoenix vann nokkuð auðveldan sigur á Houston á útivelli 100-88. James Jones og Shawn Marion skoruðu 19 stig hvor fyrir Phoenix, en Derek Anderson skoraði 23 stig fyrir Houston, sem er í miklum vandræðum án Tracy McGrady og virkar liðið heillum horfið þessa dagana. Miami vann Portland 100-79. Dwayne Wade skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst fyrir Miami, en Darius Miles var með 19 stig hjá Portland. Charlotte sigraði New York 108-95. Gerald Wallace lék með Charlotte á ný eftir handarmeiðsli og skoraði 24 stig, en Stephon Marbury skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York. New Orleans lagði Minnesota 84-80. David West skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst hjá New Orleans, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst hjá Minnesota. Milwaukee sigraði Philadelphia 108-97, þar sem 45 stig Allen Iverson nægðu Philadelphia ekki til sigurs. Hjá Milwaukee var Michael Redd atkvæðamestur með 32 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento lagði New Jersey 114-105. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Marc Jackson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey. San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 113-89, þar sem úrslitin voru nánast ráðin í hálfleik þegar San Antonio hafði þegar náð 30 stiga forystu og gat hvílt lykilmenn sína. Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst, en Troy Murphy skoraði 27 stig fyrir Golden State. Að lokum vann lið LA Clippers níunda sigurinn í ellefu leikjum þegar liðið vann nauman heimasigur á Toronto 103-100. Corey Maggette skoraði 30 stig fyrir Clippers, en Chris Bosh var með 24 stig og 9 fráköst fyrir Toronto.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira