Fyrsti sigur Atlanta Hawks 24. nóvember 2005 13:45 Al Harrington og félagar í Atlanta Hawks gátu loks fagnað sigri í nótt eftir tap í níu fyrstu leikjunum NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína. Atlanta vann Boston 120-117. Al Harrington skoraði 34 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce skoraði 33 fyrir Boston, sem enn hefur ekki unnið á útivelli í vetur. Orlando lagði heillum horfið lið Washington 91-83, þrátt fyrir að vera án Steve Francis. Heido Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando, en Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst fyrir Washington, sem á í mesta basli eftir góða byrjun. Detroit rúllaði Denver upp 114-89. Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit, en Marcus Camby skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst fyrir Denver, sem hafði unnið fjóra leiki í röð. Phoenix vann nokkuð auðveldan sigur á Houston á útivelli 100-88. James Jones og Shawn Marion skoruðu 19 stig hvor fyrir Phoenix, en Derek Anderson skoraði 23 stig fyrir Houston, sem er í miklum vandræðum án Tracy McGrady og virkar liðið heillum horfið þessa dagana. Miami vann Portland 100-79. Dwayne Wade skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst fyrir Miami, en Darius Miles var með 19 stig hjá Portland. Charlotte sigraði New York 108-95. Gerald Wallace lék með Charlotte á ný eftir handarmeiðsli og skoraði 24 stig, en Stephon Marbury skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York. New Orleans lagði Minnesota 84-80. David West skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst hjá New Orleans, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst hjá Minnesota. Milwaukee sigraði Philadelphia 108-97, þar sem 45 stig Allen Iverson nægðu Philadelphia ekki til sigurs. Hjá Milwaukee var Michael Redd atkvæðamestur með 32 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento lagði New Jersey 114-105. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Marc Jackson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey. San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 113-89, þar sem úrslitin voru nánast ráðin í hálfleik þegar San Antonio hafði þegar náð 30 stiga forystu og gat hvílt lykilmenn sína. Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst, en Troy Murphy skoraði 27 stig fyrir Golden State. Að lokum vann lið LA Clippers níunda sigurinn í ellefu leikjum þegar liðið vann nauman heimasigur á Toronto 103-100. Corey Maggette skoraði 30 stig fyrir Clippers, en Chris Bosh var með 24 stig og 9 fráköst fyrir Toronto. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína. Atlanta vann Boston 120-117. Al Harrington skoraði 34 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce skoraði 33 fyrir Boston, sem enn hefur ekki unnið á útivelli í vetur. Orlando lagði heillum horfið lið Washington 91-83, þrátt fyrir að vera án Steve Francis. Heido Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando, en Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst fyrir Washington, sem á í mesta basli eftir góða byrjun. Detroit rúllaði Denver upp 114-89. Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit, en Marcus Camby skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst fyrir Denver, sem hafði unnið fjóra leiki í röð. Phoenix vann nokkuð auðveldan sigur á Houston á útivelli 100-88. James Jones og Shawn Marion skoruðu 19 stig hvor fyrir Phoenix, en Derek Anderson skoraði 23 stig fyrir Houston, sem er í miklum vandræðum án Tracy McGrady og virkar liðið heillum horfið þessa dagana. Miami vann Portland 100-79. Dwayne Wade skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst fyrir Miami, en Darius Miles var með 19 stig hjá Portland. Charlotte sigraði New York 108-95. Gerald Wallace lék með Charlotte á ný eftir handarmeiðsli og skoraði 24 stig, en Stephon Marbury skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York. New Orleans lagði Minnesota 84-80. David West skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst hjá New Orleans, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst hjá Minnesota. Milwaukee sigraði Philadelphia 108-97, þar sem 45 stig Allen Iverson nægðu Philadelphia ekki til sigurs. Hjá Milwaukee var Michael Redd atkvæðamestur með 32 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento lagði New Jersey 114-105. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Marc Jackson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey. San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 113-89, þar sem úrslitin voru nánast ráðin í hálfleik þegar San Antonio hafði þegar náð 30 stiga forystu og gat hvílt lykilmenn sína. Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst, en Troy Murphy skoraði 27 stig fyrir Golden State. Að lokum vann lið LA Clippers níunda sigurinn í ellefu leikjum þegar liðið vann nauman heimasigur á Toronto 103-100. Corey Maggette skoraði 30 stig fyrir Clippers, en Chris Bosh var með 24 stig og 9 fráköst fyrir Toronto.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira