Búningsherbergi Man Utd hlerað 12. nóvember 2005 14:05 MYND/The Sun. Spólurnar sem bárust til blaðsins. Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Götublaðinu The Sun bárust upptökurnar frá millilið en mjög svo óvænt þá ákvað ritstjórn blaðsins að afhenda þær til Manchester United. "Við erum blaðinu þakklátir fyrir að vekja athygli okkar á þessu öryggisrofi. Við höfum sett af stað okkar eigin rannsókn og munum kalla til lögreglu ef nauðsyn krefur." sagði Phil Townsend, upplýsingafulltrúi Man Utd. Einhver óprúttinn aðili náði að koma hlerunartækinu fyrir inni í búningsherberginu en um er að ræða lítinn útvarpssendi. Þessi aðili sat svo í hæfilegri fjarlægð með útvarpstæki og tók upp yfir tvo klukkutíma af efni. Þar má heyra hvað Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man Utd segir við leikmenn sína fyrir leik, í hálfleik og eftir leik þar sem einnig má heyra fagnaðarlæti leikmanna eftir 1-0 sigurinn á Chelsea. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand heyrist segja að þessi sigur ætti að þagga niður í gagnrýniröddum. Rio hrósaði svo Paul Scholes fyrir frammistöðu sína í leiknum og spurði hann hvað hann ætlaði að gera um kvöldið. Sir Alex heyrist gefa Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy skilaboð um að bæta leik sinn og sagði leikmönnum að hafa sérstakar gætur á Claude Makelele og dekka hann stíft.Von á fleiri upptökum The Sun segir að milliliðurinn sem færði þeim upptökurnar hefði þau skilaboð frá "hópnum" sem ber ábyrgð á upptökunum að búast megi við fleiri slíkum upptökum. Hópurinn kvaðst ætla að koma einnig fyrir hlerunarbúnaði í búningsherbergi Chelsea fyrir næsta heimaleik sinn á Stamford Bridge. Komi eitthvað krassandi þar fram muni þær upptökur vera falar fyrir tugi þúsunda punda. Það er því ljóst að úrvalsdeildarfélögin í Englandi verða á nálum fyrir næstu heimaleiki sína fyrst von er á því að herlunarbúnaður geti leynst inni í búningsherbergjum þeirra. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira
Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Götublaðinu The Sun bárust upptökurnar frá millilið en mjög svo óvænt þá ákvað ritstjórn blaðsins að afhenda þær til Manchester United. "Við erum blaðinu þakklátir fyrir að vekja athygli okkar á þessu öryggisrofi. Við höfum sett af stað okkar eigin rannsókn og munum kalla til lögreglu ef nauðsyn krefur." sagði Phil Townsend, upplýsingafulltrúi Man Utd. Einhver óprúttinn aðili náði að koma hlerunartækinu fyrir inni í búningsherberginu en um er að ræða lítinn útvarpssendi. Þessi aðili sat svo í hæfilegri fjarlægð með útvarpstæki og tók upp yfir tvo klukkutíma af efni. Þar má heyra hvað Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man Utd segir við leikmenn sína fyrir leik, í hálfleik og eftir leik þar sem einnig má heyra fagnaðarlæti leikmanna eftir 1-0 sigurinn á Chelsea. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand heyrist segja að þessi sigur ætti að þagga niður í gagnrýniröddum. Rio hrósaði svo Paul Scholes fyrir frammistöðu sína í leiknum og spurði hann hvað hann ætlaði að gera um kvöldið. Sir Alex heyrist gefa Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy skilaboð um að bæta leik sinn og sagði leikmönnum að hafa sérstakar gætur á Claude Makelele og dekka hann stíft.Von á fleiri upptökum The Sun segir að milliliðurinn sem færði þeim upptökurnar hefði þau skilaboð frá "hópnum" sem ber ábyrgð á upptökunum að búast megi við fleiri slíkum upptökum. Hópurinn kvaðst ætla að koma einnig fyrir hlerunarbúnaði í búningsherbergi Chelsea fyrir næsta heimaleik sinn á Stamford Bridge. Komi eitthvað krassandi þar fram muni þær upptökur vera falar fyrir tugi þúsunda punda. Það er því ljóst að úrvalsdeildarfélögin í Englandi verða á nálum fyrir næstu heimaleiki sína fyrst von er á því að herlunarbúnaður geti leynst inni í búningsherbergjum þeirra.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira