Erlent

Ali að syngja sitt síðasta

Hinn heimsfrægi hnefaleikakappi, Muhammad AlI, á líklega aðeins fáeina mánuði eftir ólifaða. Ali, sem er frægasti hnefaleikamaður allra tíma, hefur barist við Parkinson veiki í tuttugu ár og nú virðist síðasti bardaginn senn á enda. Hann getur ekki lengur talað og ættingjar hans ná vart sambandi við hann. Laila Ali, dóttir Alis, segir að hann geti afar lítið tjáð sig nú orðið og einbeiting hans sé nánast engin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×