Innlent

Misstu mótorinn í sjóinn

Neyðarkall barst frá litlum báti sem staddur var um þrjá kílómetra suður af Gróttu laust eftir hádegið í dag. Tveir menn voru um borð og höfðu þeir misst utanborðsmótorinn í sjóinn, í bókstaflegri merkingu. Björgunarsveitir í Reykjavík og á Seltjarnarnesi voru kallaðar út og voru þær komnar með bátinn að landi um hálfri klukkustund síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×