Kaflaskil í krabbameinsrannsóknum 7. október 2005 00:01 MYND/E.Ól. Ef að líkum lætur mun nýtt bóluefni fækka tilfellum leghálskrabbameins um sjötíu prósent. Stærsta rannsóknarstöð verkefnisins, sem þróað hefur bóluefnið, er hér á landi. Leghálskrabbamein er ólíkt öðrum krabbameinum að því leyti að það er veirusmit og berst veiran milli kynja við samfarir. Lyfjafyrirtækið Merck hefur nú þróað bóluefni gegn HPV 16 og 18, sem eru veirurnar sem valda 70% leghálskrabameina. Niðurstöður rannsóknanna eru í meira lagi upplífgandi. Það var prófað á 12.167 konum á aldrinum 16-23 ára í þrettán löndum. Helmingurinn sprautaður með bóluefninu Gardasil en hinn helmingurinn með lyfleysu. Ekki ein einasta kona sem fékk Gardasil sýktist af leghálskrabbameini á næstu tveimur árum, en í hópnum sem fékk lyfleysuna veiktist 21 kona. 274 þúsund konur látast af völdum leghálskrabbameins í heiminum á ári hverju, svo það er mikið í húfi. Merck er í harðri samkeppni við lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline, sem einnig hefur unnið að þróun bóluefnis gegn leghálskrabbameini, en búist er við mikilli sölu á efninu þegar það verður samþykkt á markað. Merck býst við að það taki innan við ár. Þá er líklegt að þau lönd, sem efni hafa á því, bólusetji allar ungar stúlkur en það er talið árangursríkast að bólusetja stúlkur rétt fyrir kynþroskaaldurinn, á bilinu 10-13 ára. Kristján Sigurðsson, yfirlæknir og deildarstjóri leitarsviðs hjá Krabbameinsfélagi Íslands, segir niðurstöður þessara rannsókna lofa mjög góðu. Að vísu verði að taka það með inn í reikninginn að bóluefnið sem búið er að þróa tekur aðeins til tveggja algengustu stofna veirunnar sem valda forstigsfrumubreytingum leghálskrabbameins. Þó sé unnið að því að fjölga stofnum sem bóluefnið virkar gegn. Um sjö hundruð íslenskar konur hafa tekið þátt í rannsókninni undanfarin tvö ár og er stærsta rannsóknarsetrið hér í Reykjavik. Yfir 1500 konur greinast árlega með forstigsbreytingar leghálskrabbameins hér á landi. Kristján segir að með bóluefninu megi lækka þá tölu umtalsvert og þar með keiluskurðum og færri konur þurfi að láta fjarlægja leg sitt af völdum sjúkdómsins. Fréttir Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Ef að líkum lætur mun nýtt bóluefni fækka tilfellum leghálskrabbameins um sjötíu prósent. Stærsta rannsóknarstöð verkefnisins, sem þróað hefur bóluefnið, er hér á landi. Leghálskrabbamein er ólíkt öðrum krabbameinum að því leyti að það er veirusmit og berst veiran milli kynja við samfarir. Lyfjafyrirtækið Merck hefur nú þróað bóluefni gegn HPV 16 og 18, sem eru veirurnar sem valda 70% leghálskrabameina. Niðurstöður rannsóknanna eru í meira lagi upplífgandi. Það var prófað á 12.167 konum á aldrinum 16-23 ára í þrettán löndum. Helmingurinn sprautaður með bóluefninu Gardasil en hinn helmingurinn með lyfleysu. Ekki ein einasta kona sem fékk Gardasil sýktist af leghálskrabbameini á næstu tveimur árum, en í hópnum sem fékk lyfleysuna veiktist 21 kona. 274 þúsund konur látast af völdum leghálskrabbameins í heiminum á ári hverju, svo það er mikið í húfi. Merck er í harðri samkeppni við lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline, sem einnig hefur unnið að þróun bóluefnis gegn leghálskrabbameini, en búist er við mikilli sölu á efninu þegar það verður samþykkt á markað. Merck býst við að það taki innan við ár. Þá er líklegt að þau lönd, sem efni hafa á því, bólusetji allar ungar stúlkur en það er talið árangursríkast að bólusetja stúlkur rétt fyrir kynþroskaaldurinn, á bilinu 10-13 ára. Kristján Sigurðsson, yfirlæknir og deildarstjóri leitarsviðs hjá Krabbameinsfélagi Íslands, segir niðurstöður þessara rannsókna lofa mjög góðu. Að vísu verði að taka það með inn í reikninginn að bóluefnið sem búið er að þróa tekur aðeins til tveggja algengustu stofna veirunnar sem valda forstigsfrumubreytingum leghálskrabbameins. Þó sé unnið að því að fjölga stofnum sem bóluefnið virkar gegn. Um sjö hundruð íslenskar konur hafa tekið þátt í rannsókninni undanfarin tvö ár og er stærsta rannsóknarsetrið hér í Reykjavik. Yfir 1500 konur greinast árlega með forstigsbreytingar leghálskrabbameins hér á landi. Kristján segir að með bóluefninu megi lækka þá tölu umtalsvert og þar með keiluskurðum og færri konur þurfi að láta fjarlægja leg sitt af völdum sjúkdómsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira