Innlent

Framkvæmdastjórinn svarar ekki

Um hundrað manns eiga inni laun hjá Slippstöðinni á Akureyri og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá útborgað. Starfsmennirnir brugðu því á það ráð að loka Slippstöðinni og logsjóða aftur dyr til að knýja á um lausn sinna mála. Fréttastofan hefur reynt að ná í framkvæmdastjóra Slippstöðvarinnar í dag, án árangurs. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hefur hvorki verið óskað eftir aðkomu þeirra að málinu, né sýslumanns. Þorsteinn J. Haraldsson, trúnaðarmaður starfsmanna, segir menn hafa ákveðið að grípa til aðgerða þegar fréttist að flytja ætti efni úr stöðinni til Kárahnjúka og að peningar væru hugsanlega að koma inn í fyrirtækið sem ekki færu í launagreiðslur. Starfsmenn hafa óskað svara stjórnenda og bankans um hvenær laun verða greidd en ekki fengið. Þeir skipuleggja nú vaktir allan sólarhringinn um helgina til að knýja á um launagreiðslur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×