Innlent

Þurfti að draga skipið til hafnar

Akureyrin EA, áður Guðbjörg ÍS, festi trollið í skrúfunni á Vestfjarðamiðum í morgun í vonskuveðri og draga þurfti skipið til hafnar. Baldvin Þorsteinsson EA kom á vettvang og sá um að draga Akureyrina inn í Skutulsfjörðinn og svo kom fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson og dró Akureyrina síðasta spölinn inn í Ísafjarðarhöfn. Akureyrin liggur nú við bryggju á Ísafirði og verið er að skera trollið úr skrúfunni. Öll þessi skip eru í eigu Samherja hf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×