Innlent

Kjarasamningar felldir í Kópavogi

Félagar í Starfsmannafélagi Kópavogs felldu kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga. Þetta er í annað skipti á rúmum tveimur mánuðum sem félagar fella kjarasamning sem lagður er fyrir þá. Fimmtíu og fimm prósent félagsmanna greiddu atkvæði gegn samningi sem var lagður fyrir þá í júlí. Því þurfti að semja upp á nýtt en nýi samningurinn vakti litlu meiri lukku en sá fyrri og var felldur með fimmtíu og þremur prósentum atkvæða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×