Innlent

Komufarþegum fjölgaði um 7,7%

MYND/Hilmar
Farþegum sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um tæp átta prósent á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á þessu ári höfðu 534 þúsund farþegar lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun september borið saman við 496 þúsund farþega á síðasta ári sem er 7,7 prósenta aukning. Síðastliðna tólf mánuði komu 731 þúsund farþegar til landsins og er það 9,6 prósenta aukning frá mánuðunum tólf þar á undan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×