Innlent

Mótmælaaðgerðir við Slippstöðina

Allir starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri lögðu niður vinnu fyrr í dag og komu í veg fyrir að hráefni sem nota átti við Kárahnjúka yrði flutt frá Slippstöðinni, en með þesu vilja þeir mótmæla því að þeir hafi ekki fengið greidd laun í gær eins og til stóð og ekki heldur í dag. Um var að ræða efni sem nota átti við samsetningu þrýstipípa í aðfallsgöngum Kárahnjúkavirkjunar og hafði hluta þess verið komið upp á flutningabíl þegar aðgerðirnar hófust. Bíllinn var lokaður inni í skemmu í kjölfarið og hefur hurð hennar verið soðið aftur. Auk þess gæta mennirnir þess að ekki verði hróflað við bílnum fyrr en þeir hafa fengið tryggingu um að þeir fái laun sín greidd. Ekki er ljóst hversu lengi mótmælaaðgerðirnar munu standa en þær verð að minnsta kosti þar til vinnudegi lýkur, ef ekki verður búið að útvega tryggingu fyrir launum fyrr. Þriggja vikna greiðslustöðvun Slippstöðvarinnar rennur út á þriðjudaginn kemur og eins og staðan er í dag er ekki útlit fyrir annað en að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×