Innlent

Kópavogs-kjarasamningur felldur

Félagsmenn í Starfsmannafélagi Kópavogs felldu í gær kjarasamning sem skrifað var undir þann 20. september. 53,2 prósent þeirra sem kusu höfnuðu samningnum, en alls kusu 51 prósent félagsmanna. Í félaginu eru 700 manns sem starfa á bæjarskrifstofum, í leikskólum, sundlaugum, grunnskólum og fleiri vinnustöðum í bænum. Þetta er í annað sinn síðan í júlí sem félagið fellir gerðan kjarasamning. "Við munum hugsa málið um helgina, hvað verður næsta skref, afla verkfallsheimildar eða skjóta málinu aftur til ríkissáttasemjara," segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×