Innlent

Skýr skilaboð Umboðsmanns

Forsætisráðherra telur að ákvörðun umboðsmanns Alþingis um að kanna ekki hæfi hans við sölu Búnaðarbankans feli í sér skilaboð til stjórnarandstöðunnar um að grafa stríðsöxina. Hann segir að þau atriði sem umboðsmaður hafi spurt um séu þegar til skoðunar í ráðuneytinu. Umboðsmaður Alþingis taldi ekki tilefni til að kanna hæfi ráðherrans þar sem Ríkisendurskoðun hefði þegar gert það, auk þess sem langt væri liðið frá sölunni og Fjárlaganefnd þingsins hefði haft málið til meðferðar. Aðspurður um hvort ekki hefði verið betra að umboðsmaður færi í málið og tæki af öll tvímæli svaraði Halldór því til að honum finndist málið alveg skýrt, báðar stofnanir, Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis, væru eftilitstofnanir framkævmdavaldsins og niðurstaða þeirra væri skýr. Umboðsmaður alþingis vill meðal annars vita fyrir októberlok hvort ekki eigi að skýra eða setja ný lög um framkvæmd einkavæðingar, hvort skýra eigi betur stöðu þeira sem að einkavæðingunni koma og hvaða reglum eða verklagi hafi verið fylgt um upplýsingagjöf með tilliti til hugsanlegs vanhæfis. Halldór segist ekki skilja þetta svo að umboðsmaður telji ýmsu ósvarað um einkavæðinguna og að framkvæmdin kunni að hafa verið laus í reipunum. Halldór segir að þó kunni að vera að skýra þurfi regluverkið, og að hann útiloki það ekki. Hann segir skýrar reglur gilda að sínu mati en þær megi þó alltaf vera skýrari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×