Innlent

Sátt um Bílanaustsreit

Borgarráð samþykkti í gær breytingu á deiliskipulagi Bílanaustsreitsins. Vegna deilna við íbúa í nærliggjandi hverfum hefur orðið töf á samþykkt deiliskipulagsins. Nú hefur verið ákveðið, í samráði við íbúa, að um 230-270 íbúðir muni rísa á reitnum. Þar að auki verður þar að finna skrifstofuhúsnæði og matvöruverslun. Inn á milli húsanna verður svo garður. Deilurnar snérust mikið um hæð tveggja turna, sem áttu að vera 12 og 10 hæðir. Nú er búið að samþykkja að annar turninn verði átta hæðir, en hinn níu hæðir að hluta. Rúm vika er síðan hafist var handa við að rífa Bílanaustshúsið og var áætlað að niðurrifið taki tvær til þrjár vikur. Verklok eru áætluð í lok árs 2007.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×