Slagurinn um þriðja sætið 29. september 2005 00:01 Tæplega sjö hundruð Reykvíkingar geta tekið þátt í prófkjöri Reykjavíkurfélags vinstri grænna á morgun. Flokksmönnum í Reykjavík hefur fjölgað úr fimm hundruð frá áramótum. Tíu eru í framboði, en allir heimildarmenn blaðsins innan flokksins sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru sammála um að úrslitin í fyrstu tvö sætin væru nokkuð ljós. Svandís muni sigra prófkjörið og Árni Þór Sigurðsson verði í öðru sæti. Slagurinn verði því um þriðja sætið, en samkvæmt nýlegum könnunum fengi flokkurinn tvo borgarfulltrúa. Þau þrjú sem helst eru talin líkleg til að verða valin í þriðja sætið eru Grímur Atlason, Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Einn heimildarmaður hafði á orði að Árni Þór hefði líklega ekki gefið eftir fyrsta sætið til að sitja í borgarstjórn til 2009. Þriðji maður á lista gæti því orðið borgarfulltrúi. Önnur fimm í framboði eru Ásta Þorleifsdóttir og Magnús Bergsson, sem koma úr hinum græna armi flokksins; Ugla Egilsdóttir, fulltrúi ungra vinstri grænna, Guðný Hildur Magnúsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson sem bæði leggja áherslu á vinstri stefnuna. Innan flokksins hefur nokkuð verið rætt um að fjölgun um tvö hundruð félaga vísi til þess að fólk sé að skrá sig til að taka þátt í prófkjörinu og segja heimildarmenn að það setji þriðja sætið í nokkra óvissu. Grímur Atlason og Þorleifur Gunnlaugsson væru báðir vel þekktir innan flokksins, Grímur þó aðeins þekktari utan hans. Þorleifur er hins vegar varaformaður Reykjavíkurfélagsins og er vel liðinn af störfum sínum. Sóley Tómasdóttir er hins vegar nýr félagi vinstri grænna en hefur verið virk í Femínistafélagi Íslands. Vilja því sumir flokksfélagar meina að margir nýir félagar í flokknum séu félagar Sóleyjar úr Femínistafélaginu. Einn benti á að nýir félagar, sem skrá sig sérstaklega fyrir prófkjörið, séu líklegri til að kjósa en gamlir félagar sem gæti því komið niður á fylgi Þorleifs. Prófkjörið verður í húsnæði VG að Suðurgötu 3 og verður hægt að kjósa frá klukkan níu um morguninn til níu að kvöldi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Tæplega sjö hundruð Reykvíkingar geta tekið þátt í prófkjöri Reykjavíkurfélags vinstri grænna á morgun. Flokksmönnum í Reykjavík hefur fjölgað úr fimm hundruð frá áramótum. Tíu eru í framboði, en allir heimildarmenn blaðsins innan flokksins sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru sammála um að úrslitin í fyrstu tvö sætin væru nokkuð ljós. Svandís muni sigra prófkjörið og Árni Þór Sigurðsson verði í öðru sæti. Slagurinn verði því um þriðja sætið, en samkvæmt nýlegum könnunum fengi flokkurinn tvo borgarfulltrúa. Þau þrjú sem helst eru talin líkleg til að verða valin í þriðja sætið eru Grímur Atlason, Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Einn heimildarmaður hafði á orði að Árni Þór hefði líklega ekki gefið eftir fyrsta sætið til að sitja í borgarstjórn til 2009. Þriðji maður á lista gæti því orðið borgarfulltrúi. Önnur fimm í framboði eru Ásta Þorleifsdóttir og Magnús Bergsson, sem koma úr hinum græna armi flokksins; Ugla Egilsdóttir, fulltrúi ungra vinstri grænna, Guðný Hildur Magnúsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson sem bæði leggja áherslu á vinstri stefnuna. Innan flokksins hefur nokkuð verið rætt um að fjölgun um tvö hundruð félaga vísi til þess að fólk sé að skrá sig til að taka þátt í prófkjörinu og segja heimildarmenn að það setji þriðja sætið í nokkra óvissu. Grímur Atlason og Þorleifur Gunnlaugsson væru báðir vel þekktir innan flokksins, Grímur þó aðeins þekktari utan hans. Þorleifur er hins vegar varaformaður Reykjavíkurfélagsins og er vel liðinn af störfum sínum. Sóley Tómasdóttir er hins vegar nýr félagi vinstri grænna en hefur verið virk í Femínistafélagi Íslands. Vilja því sumir flokksfélagar meina að margir nýir félagar í flokknum séu félagar Sóleyjar úr Femínistafélaginu. Einn benti á að nýir félagar, sem skrá sig sérstaklega fyrir prófkjörið, séu líklegri til að kjósa en gamlir félagar sem gæti því komið niður á fylgi Þorleifs. Prófkjörið verður í húsnæði VG að Suðurgötu 3 og verður hægt að kjósa frá klukkan níu um morguninn til níu að kvöldi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira