Innlent

Vill þjóðskrána til Ísafjarðar

"Þetta smellpassar við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Halldór segir að þegar hann hafi lesið fréttir um fyrirhugaðan flutning á þjóðskránni frá Hagstofu til dómsmálaráðuneytis hafi hann strax haft samband við Þorstein Geirsson ráðuneytisstjóra til þess að minna á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja starfsemi til landsbyggðarinnar svo sem kostur er. "Hann sagði mér að vinna við málið væri ekki hafin, en þetta yrði einn þeirra kosta sem hafðir yrðu til hliðsjónar í ferlinu," segir Halldór. Halldór segir að ríkinu hafi margoft verið bent á að það eigi stofnanir víðs vegar á landinu svo sem skattstofur og sýslumannsembætti þar sem fyrir sé hæft og gott starfsfólk og venjulega sé húsnæðið einnig fyrir hendi. "Það þarf að skoða það alvarlega hvort ekki er hægt að fá þessa starfsemi flutta til Ísafjarðar," segir Halldór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×