Innlent

Ójafnrétti í vegasjoppum

Feður hafa bersýnilega ekki sömu möguleika og mæður á að skipta um bleiur á börnunum sínum þegar ferðast er um hringveginn. Jafnréttisráð og Félagsvísinda-og lagadeild Háskólans á Akureyri stóðu fyrir könnun í sumar um aðstöðu til umönnunnar ungbarna á karlasnyrtingum í söluskálum við hringveginn. Niðurstöður sýna að aðeins einn söluskáli býður upp á þesskonar aðstöðu fyrir feður en það mun vera á Brú í Hrútafirði. Ekki þarf að tíunda að konur hafa mun betri aðstöði til umönnunar ungbarna á kvennasalernum söluskála við hringveginn. Aðstandendur könnunarinnar vilja meina að í aukinni umræðu um jafna verkaskiptingu og breytt hugarfar í kjölfar breytinga á fæðingarorlofi sé gott að kanna hvort nauðsynleg aðstöðubreyting hafi átt sér stað á sama tíma. Fréttastofa Stöðvar 2 fór á stúfana og kannaði skiptiaðstöðu á ýmsum opinberum stöðum á höfuðborgasvæðinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×