Innlent

Gagnrýnir fyrningu

Formaður Lögmannafélags Íslands, Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, segir mjög baglegt ef sakir fyrnist í málum sem til rannsóknar eru hjá yfirvöldum vegna tafa á rannsóknum. Helgi segir það bagalegt fyrir hvort tveggja fórnarlömb brota og ekki síst fyrir meinta sakamenn ef mál fyrnist í meðförum lögreglu, eins og nú sé raunin í máli Lífeyrissjóðs Austurlands sem verið hefur í rannsókn hjá Efnhagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í að verða þrjú ár. En sakir í því máli fyrndust að stórum hluta á þessu ári. Formaður Lögmannafélagsins tekur undir með Hrafnkatli A. Jónssyni, fyrrum formanni stjórnar Lífeyrissjóðsins, sem sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að hann og aðrir stjórnarmenn ættu rétt á því að sakargiftir á hendur þeim yrðu til lykta leiddar með rannsókn, en sökum fyrningar á meintri sök hans og annarra í málinu mun ekki verða kveðið upp úr um sekt eða sakleysi þeirra í málinu. Jón H. Snorrason, yfirmaður Efnhagsbrotadeildarinnar, vildi ekki kannast við að sakir í málinu væru fyrndar síðastliðinn föstudag en yfirmaður rannsóknarinnar hefur tilkynnt fyrrum stjórn sjóðsins um að svo sé.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×