Innlent

Fréttin ekki mistök

Mikael Torfason, annar af ritstjórum DV, kannast ekki við að frétt blaðsins á mánudag, um að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir hafi átt í ástarsambandi á sama tíma og þau stóðu í tölvupóstsamskiptum vegna málefna Jóns Geralds Sullenberger hafi verið mistök. Í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Jóhannes Jónsson, annar af eigendum Baugs, sem meðal annars á DV og fleiri fjölmiðla, frétt DV og segist vonast til að umrædd frétt hafi verið mistök. Mikael segir að allir sem lesið hafi fréttina geti séð að ekki væri um mistök að ræða heldur frétt sem tengdist málinu rétt eins og aðrar á síðustu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×