Innlent

Samkeppnishæfi Íslands eykst

Ísland er nú í sjöunda sæti í samanburði Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar á samkeppnishæfi þjóða og hefur hækkað um þrjú sæti frá árinu 2004. Athyglisvert er að í 10 efstu sætunum eru allar Norðurlandaþjóðirnar. Við mat á samkeppnishæfi er litið annars vegar á forsendur framtíðarhagvaxtar og hins vegar núverandi grundvöll verðmætasköpunar. Aukin nýsköpun er helsta skýringin á bættri stöðu Íslands sem kemur fram í fjölgun umsókna um einkaleyfi í Bandaríkjunum og fjölgun nemenda í framhaldsnámi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×